Hotel:
Arrival :
Nights :     Rooms :
Get Microsoft Silverlight
.

Hótel Stykkishólmur

Við náttúruperluna Breiðafjörð

Hotel Stykkisholmur snaefellsnes Gestamóttaka

Á Hótel Stykkishólmi eru 79 herbergi sem öll eru nýlega uppgerð með sérbaði, hárþurrku, sjónvarpi, útvarpi og síma. Auk þess státar hótelið af lúxussvítu. Glæsilegt útsýni er frá hótelinu yfir einstaklegan fallegan bæ út á Breiðafjörðinn. [Aðstaða]

Nýtískulegur hótelbar þar sem upplagt er að njóta hressingar áður en veitingarstaður hótelsins sem rúmar allt að 100 manns í sæti er heimsóttur. Fyrsta flokks ljúffengir réttir í hlýlegum veitingasal sem státar af ómótstæðilega rómantísku útsýni út á náttúruperluna Breiðafjörð.

Gestum er boðið upp á morgunverðarhlaðborð að norrænum hætti.[Veitingastaður]

Nýuppgerður fullkominn ráðstefnusalur fyrir ýmiss tækifæri allt að 300 gesti. Þar er allur nauðsynlegur tækjabúnaður, s.s. mynd- og skjávarpi, tölvur og tölvutengingar, aðgangur að sjónvarpi og myndbandstæki. Hótelið aðstoðar við að útvega allan annan tæknibúnað ef þörf krefur. Salurinn er einnig kjörinn fyrir leiksýningar, tónleika og dansleiki.[ Events and meetings]

Stykkisholmur harbor Höfnin

Hótel Stykkishólmur er eitt glæsilegasta hótel á landsbyggðinni í aðeins tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

Stykkishólmur, sem með allra fegurstu bæjum landsins og stendur á undurfögru bæjarstæði, hefur verið miðstöð verslunar og þjónustu fyrir Breiðafjarðarsvæðið um aldir. Bærinn er kjörinn áningarstaður fyrir þá sem hyggjast ferðast um Snæfellsnesskagann, Breiðafjarðareyjar og Dali. Snæfellsnesþjóðgarður með öllum sínum náttúrugersemum er í næsta nágrenni og óteljandi möguleikar til tómstunda, útivistar og inniveru. [ Stykkishólmur | Nærsveitir | Skipulagðar ferðir ]

Hotel Stykkisholmur West Iceland

Staðsetning

Hotel Stykkisholmur

Borgarbraut 8

340 Stykkisholmur

Phone : +354 430 2100

Fax : +354 430 2101


Open all year

icelandicTölvupóstur